Þau sem nú þegar hafa appið í símanum gætu þurft að uppfæra það ef leikurinn birtist ekki á forsíðu appsins.
Leikurinn er svona:
Þrjú lukkuhjól eru í gangi til skiptis – þau uppfærast sjálfkrafa í appinu.
Lukkuhjól Ölgerðarinnar
Lukkuhjól Coca-Cola
Lukkuhjól Olís – ÓB og samstarfsaðila
Hægt er að taka þátt einu sinni á dag í allt sumar með því að snúa lukkuhjólinu í appinu. Ef heppnin er með þér þá færðu miða í appið með strikamerki fyrir þeim vinningi sem þú vannst. Til að leysa út vinninginn mætir þú á næstu Olís-stöð og framvísar strikamerkinu við afgreiðsluborðið.
Með því að taka þátt í leiknum þá ferð þú í stóra pottinn þar sem dregið verður í lok sumars um aðalvinningana í ár. Þeir eru: Charbroil grill, ein milljón Vildarpunkta Icelandair eða eldsneytisúttekt hjá Olís – ÓB.